listamaðurinn

Ingibjörg Ottósdóttir er fædd í Reykjavík 1956 og hefur búið þar og starfað. Snemma hneigðist áhugi hennar til myndlistar, sem hún hefur nú haft að aðalstarfi í nokkur ár.

myndlistarmaðurinn Ingibjörg Ottósdóttir
Myndlistarmaðurinn Ingibjörg Ottósdóttir við eitt verka sinna.

Árið 1990 hóf Ingibjörg nám í módel- og hlutateikningu við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og síðar við Myndlistarskóla Kópavogs, þar sem hún lagði stund á olíumálun og módelteikningu. Hún tók einnig þátt í Master-class tilraunastofu og Málstofu-listasögu hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.

Hughrif náttúrunnar hafa verið aðal innblástur Ingibjargar í verkum hennar þar sem hún túlkar náttúruna á frjálslegan hátt undir áhrifum líðandi stundar. Flest verk hennar eru unnin með olíu á striga, en einnig hefur hún notað blandaða tækni. Ingibjörg hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún rekur ásamt fleirum Artgallerí 101, Laugavegi 44, en þar er að finna úrval af verkum hennar.