sýningar

Úr hugskoti minninganna- Turninum, Kópavogi, 2017

Hringferð – Turninum, Kópavogi, 2016

Frelsi hugans – Gallerí Krúnk, Reykjavík, 2013

Olíumálverk eftir Ingibjörgu Ottósdóttur

Allt fram streymir – Turninum, Kópavogi, 2012

Olíumálverk eftir Ingibjörgu Ottósdóttur á sýningunni Allt fram streymir

Viðfansefnið er sótt í náttúruna, hina síbreytilegu birtu sem ljær umhverfi sínu sinn töfrandi blæ. Hughrif hennar skapar hugmyndir sem þróast í sköpunarferlinu og eru túlkaðar á frjálslegan hátt af áhrifum hverrar stundar.

Vorkoma – Gallerí Krúnk, Reykjavík, 2012

Olíumálverkasýning eftir Ingibjörgu Ottósdóttur

Hratt flýgur stund – Safnaðarheimilinu Borgum, 2011

Olíumálverk eftir Ingibjörgu Ottósdóttur af sýningunni Hratt flýgur stund

Árstíðirnar fljúga hjá á ógnarhraða. Með trega kveð ég yndislega sumardaga, sem hafa yljað mér og kætt. Haustið nálgast, sólin lækkar á lofti og fuglarnir fljuga á braut. Gróðurinn skiptir litum, undursamlegir haustlitir birtast. Laufin taka að falla, myrkrið hellist yfirr og kuldinn býtur kinn og fyrr en varir er kominn vetur. “Hratt flýgur stund”, árstíðirnar með öllum sínum breytilegu birtu- og vetrarbrigðum verða oft kveikjan að nýju málverki.

Flæði – Karma, Reykjanesbæ, 2011

Olíumálverk eftir Ingibjörgu Ottósdóttur af sýningunni Flæði

Myndefnið sækir Ingibjörg í náttúruna, sem er henni óþrjótandi uppspretta nýtta hugmynda. Hugmyndir sem vaxa og þróast meðan á sköpunarferlinu stendur. Viðfangsefnið er birtan sem leikur sér að vatnsfletinum, með öllum sínum breytilegu birtubrigðum.

Samspil – Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi, 2009

Ingibjörg Ottósdóttir við Olíumálverk á sýningunni Samspil

Ekkert í þessum heimi þrífst og dafnar án ljóss og vatns. Samspil og flæði þessa lífsins gjafa er mér hugleikið. Samspil sem skapar mjög ólík birtubrigði. Í málverkinu leitast ég við að túlka náttúruna eftir eigin skynjun og upplifun. Í hverju verki er lagt upp með einföld form og niðurstaðan vex án fyrirhyggju eða áætlunar, stjórnast af áhrifum hverrar stundar.

Ljósbrot – Iðuhúsið, Reykjavík, 2009

Olíumálverk eftir Ingibjörgu Ottósdóttur á sýningunni Ljósbrot

Viðfangsefni verkanna er samspil ljóss og vatns þar sem mismunandi flæði ljósins á vatnsfleti skapar ólík birtubrigði. Þau eru túlkun og úrvinnsla á eigin skynjun og upplifun á náttúrunni. Í hverju verki er lagt upp með einföld form eða línu á striga og niðurstaðan vex án fyrirhyggju eða áætlunar. Vinnuferlið er því líkt og ferðalag út í óvissuna þar sem ákvörðunarstaðurinn er óþekktur, jafnvel óvæntur.